Laga fótboltavöllinn í Skerjafirði

Laga fótboltavöllinn í Skerjafirði

Hvað viltu láta gera? Fótboltavöllurinn í Skerjafirði er orðinn að drullusvaði. Það þarf að slétta hann og leggja nýtt torf á hann. Hvers vegna viltu láta gera það? Þetta svæði er mikið notað og er vel staðsett í hverfinu og því nauðsynlegt að halda því í góðu standi. Börn og ungmenni í hverfinu hafa gott af hreyfingunni, samverunni og aðstöðunni. Til að hann geti haldist í lagi þyrfti að setja gervigras í kringum markið og nokkra metra út í vítateginn. Það er það sem verður mest notað og verður drullusvað með tímanum.

Points

Endurbætur myndu líkja hvetja þá sem þar fara um að ganga vel um :)

Mikilvægt að efla hreyfingu barna! Það er synd að krakkarnir í hverfinu geti ekki spilað fótbolta því aðstaðan er svo léleg

Það er löngu kominn tími á að laga völlinn. Hann er eiit drullusvað og hefur verið það lengi. Helst þyrfti að setja á hann einhverskonar gervigras

Enn og aftur er löggð inn tillaga að bættu leikumhverfi fyrir unga sem aldna í Skerjafirði. Hverfið vill, hverfið þarf og hverfið óskar eftir því að borgin leggi til styrk til að koma íþróttasvæði í gott lag svo ekki sé gert upp á milli sparkvallar eða kastvalkar :)

Hugmynd þessi var metin tæk af fagteymi sérfræðinga frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Allar tækar hugmyndir voru í framhaldi sýndar á opnum húsum í hverfum Reykjavíkurborgar á tímabilinu 3. - 13. júní, þar var þessi hugmynd valin til þess að vera á kjörseðli þíns hverfis. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information