Lífrænt kaffihús og matjurtagarður á þaki bílastæðahúss

Lífrænt kaffihús og matjurtagarður á þaki bílastæðahúss

Hvað viltu láta gera? Að sumri til væri hægt að breyta efstu hæð bílastæðahússins við Hverfisgötu (beint á móti Þjóðleikhúsinu) í matjurtagarð þar sem afurðirnar væru nýttar í vistvænt pop-up kaffihús staðsett þar að auki. Hugmyndin er fengin frá Klunkerkranich í Berlín þar sem er vinsælt kaffihús með góðu útsýni yfir borgina, staðsett efst í bílastæðahúsi við verslunarmiðstöð. Annar vinsæll þakbar ofan á bílastæðahúsi er Frank's Cafe í London, þar sem iðulega má finna bíósýningar og lifandi tónlist. Mögulega væri hægt að setja upp lítið svið fyrir tónlistaratriði, eða skjá fyrir kvikmyndasýningar þegar dimmt er orðið á kvöldin síðla sumars. Hægt væri að smíða lítil gróðurbeð og rækta alls kyns grænmeti og kryddjurtir, og setja upp veggskýli sem vörn fyrir hvössum dögum. Hægt væri að endurnýta húsgögn og/eða byggingarefni/við frá því sem hent er í Sorpu. Annað hvort væri hægt að láta þá sem reka kaffihúsið sjá um ræktunina og nýta allar afurðir í matargerð (hugsanlega ásamt afurðum sem fara annars í matarsóun frá stærri súpermörkuðum), eða hafa matjurtagarðinn opinn fyrir almenningi sem gæti nýtt plássið til að rækta sitt eigið grænmeti. Sjá video: https://www.youtube.com/watch?v=X_WMaDIBJig Hvers vegna viltu láta gera það? Bílastæðahúsið er ekki alltaf fullnýtt og því ætti þetta ekki að trufla rekstur þess mjög mikið. (Önnur bílastæðahús, eða ónýttar byggingar koma líka til greina). Af efstu hæð er gott útsýni yfir miðbæinn, og lítið um þakbari eða kaffihús í miðbænum fyrir góðviðrisdaga. Nánast hvergi má finna matjurtagarða í miðborginni, og myndi rekstur kaffihússins geta miðað við að vera með sem minnsta matarsóun, enga plastnotkun og endurnýtt húsgögn, sem myndi vonandi hvetja borgarbúa til að hugsa út í grænni lífsstíl. Þar að auki myndi gróðurinn vega á móti þeirri mengun og svifryki sem hlýst af öllum þeim bílum sem leggja leið sína í bílastæðahúsið.

Points

Frábær hugmynd. Vantar alltaf fleiri sæti utandyra í miðbænum á góðviðrisdögum.

As a French expat living in Iceland, I love the idea, it's also starting in my country and as a construction worker, I would be happy to help this project!

I would gladly be a part of this kind of intervention...if you start anything in april let me know ...i will not be here after mid. may...respect for the initiative! Alma

Frábær hugmynd með fjölmarga möguleika! Mikil aðsókn er eftir plássi í miðbænum og því tilvalið að nýta þakpláss í slíkt verkefni, það girðir svæðið af og lyftir því nær sólu, sem skemmir varla þegar matjurtargarður er í bígerð. Líkt og Nanna nefnir þá eru fjölmargar fyrirmyndir að þessu fyrirkomulagi sem gætu nýst vel við skipulag svæðisins.

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2019 þar sem hún rúmast ekki innan fjárhagsramma verkefnisins. Hugmyndir er falla innan verkefna og valdheimilda Reykjavíkurborgar verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi deilda innan stjórnsýslu borgarinnar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Dear Nanna, From our urban planning office urbanista in Hamburg (Germany) we are doing a research project „making cities on digital platforms“, analyzing participatory budgets and crowdfunding websites. One case-study is the platform Better Reykjavik. We already had interviews with the Citizens Foundation and the City of Reykjavik. Would it be possible to talk to you about your idea? My e-mail is [email protected] Kind regards Sven Kohlschmidt https://www.urbanista.de

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information