Fleiri útigrillsvæði og uppfæra grillin í Hljómskálagarðinum

Fleiri útigrillsvæði og uppfæra grillin í Hljómskálagarðinum

Hvað viltu láta gera? Koma upp góðri heilsárs skjólsælli aðstöðu fyrir útigrillun og/eða útieldun á stærri útivistarsvæðum þar sem fjölskyldur koma saman, t.d. á Klambratúni og uppfæra aðstöðuna í Hljómskálagarðinum. Það þyrfti að fylgja að þrif væru regluleg og að helstu grilláhöld væru hangandi í keðjum við grillin. Hvers vegna viltu láta gera það? Það er gaman að grilla saman í góðra vina hópi, hvort heldur með fjölskyldunni, vinnu- og skólafélögunum, íþróttaliðinu eða jafnvel ókunnugu fólki. Á góðviðrisdögum er gráupplagt að skella sér á næsta græna svæði t.d. með vinnufélögunum og henda einhverju á grillið. Þetta er samfélagslega gott og frábært fyrir fólk sem ekki á grill. Það þurfa nefnilega ekki allir að eiga grill. Hagsýnir ferðamenn sem tíma ekki að borða á veitingahúsum gætu líka nýtt sér þetta.

Points

Hugmynd þessi var metin tæk af fagteymi sérfræðinga frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Allar tækar hugmyndir voru í framhaldi sýndar á opnum húsum í hverfum Reykjavíkurborgar á tímabilinu 3. - 13. júní, þar var þessi hugmynd valin til þess að vera á kjörseðli þíns hverfis. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information