Lóð á Klambratún

Lóð á Klambratún

Hvað viltu láta gera? Láta setja fjölbreyttari æfingatæki á Klambratún, það væri hægt að bæta því við æfinga aðstöðuna sem er fyrir. Í Stadsparken í Lundi er útirækt sem er með lyftingastöngum með lóðum, kaðla, kassa og fleira spennandi. Væri gaman að fá eitthvað svipað þessu, sjá myndir. Hvers vegna viltu láta gera það? Það er hollt fyrir alla að lyfta lóðum! Íbúar hafa þá val um fjölbreyttari og skemmtilegar útiæfingar og geta lyft lóðum án þess að þurfa að fara inn í líkamsræktarstöð. Þar að auki vantar líkamsrækt í miðbæinn/miðsvæðis, þetta væri allavega skref nær því.

Points

Hef kynnst svona tækjum í öðrum borgum, frábær leið til að auka útivist og heilbrigði. Flottur samverustaður líka til að hittast

Hugmynd þessi var metin tæk af fagteymi sérfræðinga frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Allar tækar hugmyndir voru í framhaldi sýndar á opnum húsum í hverfum Reykjavíkurborgar á tímabilinu 3. - 13. júní, þar var þessi hugmynd valin til þess að vera á kjörseðli þíns hverfis. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information