Hvað viltu láta gera? Endurgera og halda við leikvelli við Sóltún Hvers vegna viltu láta gera það? Eini leikvöllurinn á þessu svæði (lítill og lélegur). Einnig eru þar fótboltamörk sem erfitt er að nota vegna þess að lítið hefur verið gert í kringum þau og viðhaldi virðist ábótavant. Einnig þarf að skoða hvort börnum sé hætta búin á þessum leikvelli vegna lítils viðahalds.
Vantar góðan róluvöll og fleiri græn svæði í nágrenni við þessar miklu byggingar sem eru að rísa í hverfinu.
gaman að hafa þennan leivöll, en það vantar 1-2 bekkir til að setjast níður, einnig fyrir eldri borgara hverfisins.
Þetta er alveg tilvalið svæði til að búa til skemmtilegan og flottan róló. Skóli og leikskóli þarna nálægt og mikið fjölskylduhverfi. Miklir möguleikar fyrir flottan leikvöll og grænt svæði. Völl fyrir boltaleiki, fleiri rólur, bekki fyrir afa og ömmur til að sitja á...
Hugmynd þessi var metin tæk af fagteymi sérfræðinga frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Allar tækar hugmyndir voru í framhaldi sýndar á opnum húsum í hverfum Reykjavíkurborgar á tímabilinu 3. - 13. júní, þar var þessi hugmynd valin til þess að vera á kjörseðli þíns hverfis. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!
Þetta er mjög mikilvægt fyrir hverfið og skólana sem eru þarna. Ég myndi vilja sjá garð sem er fyrir allan aldur. Þarna vantar leiktæki fyrir yngstu börning og það vantar bekki fyrir foreldra og aldraða til að setjast. Einnig þarf að greiða aðgengi fatlaðra að garðinum. Væri gaman að sjá blóm, tré og annað þar líka. Helst vildi ég garð að fyrirmynd róló á Kjarvalsstöðum, þar sem kynslóðirnar geta komið saman. Einnig væri gott að hafa þarna grill til að nota í hverfispartýjum og afmælum.
Algjörlega orðið nauðsynlegt að taka þennan litla leikvöll í gegn og gera hann fjölbreyttari
Þessi litli leikvöllur þarf viðhald og einhver fleiri leiktæki (eða betrumbæta þau sem eru). Bekkir koma sér vel og jafnvel einhverjar plöntur.
Ég tek heilshugar undir þetta og skora á Reykjavíkurborg að gera gangskör á svæðinu sem fyrst. Greinilegt er að leiktæki og völlurinn í heild hafa ekki verið yfirfarin í langan tíma. Þá þarf að taka til hendinni á svæðinu norðan leikvallarins, hreinsa þar til og jafna jarðveg, en þar hafa byggingaverktakar skilið hroðvirknislega við svæði sem notað var sem vinnu/geymslusvæði vegna bygginga fjölbýlishúsa við Mánatún.
Frábær hugmynd! Fyrst vegna þess að það er grunnskóli á svæðinu. Önnur ástæða er að hvert hverfi þarf grænt svæði til að heimsækja, grænu svæðin gera hverfinn falleg. Leikvellir þurfa viðhald en þessi er illa farinn og engum til sóma.
Ég tek undir með Ísabellu Leifsdóttur og myndi vilja sjá garð sem er fyrir allan aldur. Þarna vantar leiktæki fyrir yngstu börning og það vantar bekki fyrir foreldra og aldraða til að setjast. Einnig þarf að greiða aðgengi fatlaðra að garðinum. Væri gaman að sjá blóm, tré og annað þar líka. Helst vildi ég garð að fyrirmynd róló á Kjarvalsstöðum, þar sem kynslóðirnar geta komið saman.
(Sorry, I can't write Icelandic) We also moved here recently and we also think we should improve the playground with more stuff for the kids and add a lot of vegetation (low bushes and stuff that doesn't block visibility probably) and paths from different points on the neighbourhood. Seats for parents and older people could also be good. Maybe some lights in the paths and the playground too.
Þetta finnst mér afskaplega mikilvæg hugmynd. Ég er nýflutt af Laugarnesveginum og yfir í Mánatúnið og það fyrsta sem ég sakna mikið eru leikvellir og öll þau fallegu grænu svæði sem finna má í Laugardalnum. Ég tel afar mikilvægt að halda Sóltúninu sem grænu svæði (enda í raun eina græna frímerkið sem eftir er í Túnunum) og hlúa þar vel að leikvelli og öðrum gróðri, sem og bekkjum. Einnig mætti gera göngustíga að leikvellinum, sem og gróðursetja fleiri tré og runna.
Það er mikið af barnafólki sem býr hér í Túnunum einnig mjög mikið af ömmum og öfum sem fá barnabörnin sín í heimsókn og því er æskilegt að uppfæra róluvöllinn
Þetta svæði gefur mikla möguleika á að skapa góða samveru og mannlíf. Góð hönnun sem tekur mið af þörfum barna, fatlaðra og aldraðra mun laða að sér skemmtilegt mannlíf. Mikilvægt að varðveita svæðið og skapa tækifæri til góðrar nýtingar.
Nauðsynlegt að gera eitthvað við þetta ljóta svæði og það vantar gott leiksvæði fyrir börnin og bekki til að tylla sér á.
Mikilvægt að hafa leikvöll hér í Túnunum og gera svæðið snyrtilegra
Það er kominn tími á það að laga þetta svæði og koma því í gott stand fyrir íbúa og nágranna. Ég myndi vilja sjá garð sem er fyrir allan aldur. Þarna vantar leiktæki fyrir yngstu börnin og það vantar bekki fyrir foreldra og aldraða til að setjast. Væri gaman að sjá blóm, tré og annað þar líka. Einnig ætti að vera þarna góður steyptur göngustígar og skjólveggir.
Erfitt aðgengi með kerru þar sem það er möl og grjót allt í kring
Mikilvægt er að endurgera leikvöllinn og hafa leiktæki sem henta börnum á öllum aldri. Mjög fáir slíkir eru í nágrenninu. Samhliða ætti að útbúa garð með gróðri og bekkjum fyrir alla aldurshópa. Mikilvægt er að garðurinn sé aðgengilegur öldruðum og fötluðum sem margir búa í næsta nágrenni. Mundi svona garður geta auðgað daglegt líf margra á svæðinu.
Mér líður eins og Túnin séu svolítið gleymt hverfi. Það sárlega vantar garð með viðeigandi leikvöll hér í hverfið og Sóltúnsreiturinn er með allt sem þarf til, til þess ad gera leikvöll og fallegt náttuŕu umhverfi fyrir börnin sem eru alltaf að verða fleiri í hverfinu. Það er algjörlega komin tími til að Túnin fái sitt eigið griðarsvæði fyrir börn og fjölskyldur. Rétt eins og önnur hverfi í borginni.
Þessi völlur þarfnast viðhalds! Fleiri leiktæki fyrir yngstu börnin. Skólinn sem er þarna við hliðina notar þennan völl mikið og oft mikið álag á tækjunum. Mætti líka gera þetta svæði meira aðlaðandi. Setja t.a.m. bekki og tré. Ég horfi hér oft á skólabörnin bera spýtur og annað drasl inn á völlinn og slæm umgengni um trén því miður.
Þetta svæði býður upp á að vera mjög skemmtilegt grænt svæði fyrir unga sem aldna. En það þarf virkilega að lyfta því upp. Ég myndi vilja sjá meiri gróður, leiktæki fyrir fjölbreyttari aldur og bekki eða einhverja aðstöðu fyrir foreldra. Þá þarf að huga að undirlaginu því að leikvöllurinn er oftar en ekki á kafi í vatni.
Svo mætti í leiðinni tengja rólóvöllinn við hverfisgarðana á bakvið hjúkrunarheimilið og sameina þetta í stærri almenningsgarð í miðju hverfinu. Þarna á milli og í kring er mikið af sjálfsánum gróðri sem mætti styrkja með áburðargjöf, afmarka með hellusteinum og breyta í gróðurbeð.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation