Hvað viltu láta gera? Gefa meginstígunum tveimur upprunalegu nöfnin Skaftastígur og Sigurlaugarstígur og setja skýringarskilti við þá. Hvers vegna viltu láta gera það? Nöfnin tengja stígana við sögu svæðisins og gætu aukið áhuga fólks á að fræðast meira. Vísað er í bókina Þættir úr sögu Reykjavíkur frá 1936 þar sem segir: „Vegir tveir lágu um mýri þessa, háir moldarhryggir að þeirra tíma sið. Annar lá norður um mýrina, nefndur Skaftastígur. Hinn lá þvert austur á Skaftastíg og nefndist Sigurlaugarstígur. Báðir voru vegirnir kenndir við þau, er mest létu nota þá við mótekju og flutning.“ Í neðanmálsskýringum segir: „Sigurlaug Þorkelsdóttir kona tómthúsmanns dó 1874 í Stöðlakoti, 48 ára. Skafti Skaftason læknir og dbrm., ekkill á Miðbýli, dó 1869, 64 ára. Önnur nöfn en þessi finnast ekki í kirkjubókum Reykjavíkur líkleg til þess að valda örnefnunum.“
"Landslag yrði lítils virði ef það héti ekki neitt." (Úr ljóðinu Fjallgöngu eftir Tómas Guðmundsson í ljóðabókinni Fögru veröld.)
Gott ef fólk við hittast á Klambratúni og skemmtilegra
Hugmynd þessi var metin tæk af fagteymi sérfræðinga frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Allar tækar hugmyndir voru í framhaldi sýndar á opnum húsum í hverfum Reykjavíkurborgar á tímabilinu 3. - 13. júní, þar var þessi hugmynd valin til þess að vera á kjörseðli þíns hverfis. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation