Hvað viltu láta gera? Mikilvægt er að loka fyrir gegnumstreymisumferð um Álmgerði, þar sem fæstir sem keyra götuna eru að fara til síns heima eða að heiman. Með því að loka götunni eins og gert hefur verðið t.d. í Bólstaðarhlíð og Háaleitisbraut verður aðkoma að Hlyngerði, Seljugerði, Viðjugerði, Brekkugerði og hluta af Stóragerði frá Háaleitisbraut en aðkoma að Espigerði, Furugerði og Grensásdeild Landsspítalans verður frá Grensásvegi. Hvers vegna viltu láta gera það? Á undanförnum árum hefur orðið veruleg aukning á umferð og hraðakstri í hverfinu. Aukningin er mest á háannatímum þegar mikil umferð er á Bústaðavegi og ökumenn reyna að komast fyrr leiðar sinnar með því að aka Álmgerði og svo eftir atvikum áfram Hæðargarð eða öfugt. Á þeim tíma sem börn eru á leið í skóla er töluverður hraðakstur um þessar götur þrátt fyrir að í þeim sé 30 km hámarkshraði. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fylgst með þessari þróun og að undanförnu gert mælingar á hraða ökutækja sem ekið er um Álmgerði. Mælingarnar staðfesta mjög hátt brotahlutfall og talsverðan hraða. Lögregla hefur vakið athygli Reykjavíkurborgar á niðurstöðunum en borgaryfirvöld ekki séð ástæðu til að bregðast við. Reynsla af svipuðum málum annars staðar í borginni bendir til þess að ekkert gerist nema íbúar geri beinlínis kröfu um breytingar. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni þá voru skráðir íbúðar Hlyngerðis, Seljugerðis og Viðjugerðis 139. Skráðir íbúar Furugerðis og Espigerðis eru 475 og mun síðan fjölga með byggingu á 37 nýjum íbúðum við Furugerði. Því er ljóst að umferðarþungi í hverfinu okkar á eftir að aukast enn meira með tilkomu þéttingarsvæða, svo sem á RÚV reitnum, við Furugerði og á Kringlusvæðinu. Að óbreyttu stefnir því í enn frekari gegnumstreymisakstur um Álmgerði. Nauðsynlegt er að bregðast við með einhverjum hætti. Reykjavíkurborg hefur nú opnað vef þar sem íbúum gefst kostur á að koma með hugmyndir að breytingum.
Aðgengi íbúa að heimilum er nægt úr annarihvorri áttinni. Sambærilegar aðgerðir voru mjög til bóta í Bólstaðarhlíð. Öryggi vegfarenda yrði klárlega meira með því að búa til botnlanga.
Hraðakstur gegnum umferðar er allt of mikill þarna og ég hef oft orðið vitni að því. Styð tillöguna.
Heftir mjög ferðir mínar til og frá heimili mínu.
Gegnumstreymið um álmsgerðuð skapar mikla hættu fyrir börn í götunni og er ekki langt þangað til um alvarlegt slys verður að ræða !
stuðlar að betri umhverfi fyrir börnin
Ég vil láta loka þarna gegnumstreymi, vegna slysahættu.
Þetta er tikkandi tímasprengja og hef verið í einu húsinu þarna og mér blöskraði aksturinn þarna. Þetta er notað sem styttingur og þarna er gefið í þó að vitað sé að þetta sé fjölskylduhverfi.
Þarna eru í dag 2 hraðahindranir sem gera ekkert fyrir hraðakstur innan hverfisins. Þegar lögreglan hefur verið að mæla er það ekki gert á háannatíma, en samt er brotahlutfall, hraðakstur, í kringum 50%
Ég by í Viðjugerði og nota Álmgerði-Grensásveg daglega,það yrði veruleg hindrun fyrir mitt aðgengi að heimili mínu að geta ekki lengur keyrt þarna um.
Þetta er búið að vera baráttumál íbúa í meira en 30 ár, en umferðin hefur margfaldast og hraðinn með. Hraðahindranir duga ekki til.
Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosninguna í verkefninu Hverfið mitt 2019. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu til samgöngudeildar umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation