Hvað viltu láta gera? setja hraðahindranir fyrir reiðhjól með reglulegu millibili á göngustíga Hvers vegna viltu láta gera það? ofsa-hjólreiðar eiga alls ekki heima á göngustígum: skapa hættu og hrekja eldra göngufólk, fólk með smábörn og fólk með hunda í burtu.
Með engar haldbærar vísbendingar eða sannanir þess að eldra göngufólki, fólki með smábörn og fólki með hunda stafi hætta af hjólandi umferð á göngustígunum er þessi hugmynd galin.
Það er best að aðskilja gangandi og hjólandi þar sem umferð er mikil eins og við Elliðaá. Það er mjög varasamt að setja upp hindranir sem auka á slysahættu, t.d. fyrir börn
Hvernig á að vera á hlaupahjóli, eða hjólabretti á göngustígum með hraðahindrunum? Bæta bara frekar hjólastígana niðri í dal eða eitthvað
Þetta yrði mikil skerðing fyrir fólk sem notar hjólastól. Minnsta hæðabreyting í göngustíg getur gert hann ófærann fyrir marga hjólastóla.
Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosninguna í verkefninu Hverfið mitt 2019. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu til samgöngudeildar umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation