Hringtorg við gatnamót Korpúlfsstaðarvegar og Barðastaða

Hringtorg við gatnamót Korpúlfsstaðarvegar og Barðastaða

Hvað viltu láta gera? Setja hringtorg við gatnamót Korpúlfsstaðarvegar og Barðastaða. Hvers vegna viltu láta gera það? Til að hægja á umferðinni á Korpúlfsstaðarvegi en hraðinn er allt of mikill á götunni sem orsakar hættu þegar íbúar, þá sérstaklega börn, fara þar yfir að sækja íþróttir eða annarra erinda.

Points

Mælingar lögreglu á Korpúlfsstaðavegi sýna að einn þriðju aka yfir hámarkshraða, þessar tölur á borgin hjá sér því lögreglan vinnur þetta fyrir borgina þó borgin hafi ekki sinnt skyldum sínum að bregðast þarna við. Þetta eru hæðstu tölur sem til eru á Reykjavíkursvæðinu.

Umferð um Korpúlfsstaðaveg er oft á tíðum alltof hröð, stundum hættulega hröð. Setja upp hraðamyndavélar. T.d. eru stórir bílar sem keyra böggum frá Sorpu upp í Álfsnes sem aka allt of hratt eftir Korpúlfsstaðavegi. Fyrir þá sem koma frá Vesturlandsvegi yfir brúna og ætla að beygja inn á Barðastaði er hætta á aftanákeyrslu vegna hraðakstur manna sem á eftir koma. Þeir sem koma að neðan og ætla að beygja inn í Barðastaði stoppa alla umferð sem á eftir þeim kemur upp Korpúlfsstaðaveg.

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin var metin tæk til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2019. Einungis er hægt að stilla 25 tækum hugmyndum upp til kosninga á hverju ári. Haldin voru opin hús í hverfum borgarinnar í samstarfi við þjónustumiðstöðvar borgarinnar þar sem íbúar fengu að stilla upp kjörseðli með því að veita allt að 25 hugmyndum atkvæði sitt. Þessi hugmynd rataði því miður ekki í uppstillingu þetta árið. Hugmyndir er falla innan verkefna og valdheimilda Reykjavíkurborgar verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi deilda innan stjórnsýslu borgarinnar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information