Undirgöng Bræðraborgarstígur - Víðimelur/Kaplaskjólsvegur

Undirgöng Bræðraborgarstígur - Víðimelur/Kaplaskjólsvegur

Hvað viltu láta gera? kanna möguleika á gerð undirganga frá horni Bræðraborgarstígs/Hringbrautar sem kæmi síðan upp efst á Víðimel (Kaplaskjólsvegi) fyrir ofan efstu blokkina við Meistaravelli. Mundi tryggja örugga umferð gangandi og hjólandi barna úr hverfinu ofan við Hringbraut og suðurfyrir til að sækja íþróttir hjá KR, Vesturbæjarlaug o.fl. Hvers vegna viltu láta gera það? Þrátt fyrir ítrekuð mótmæli íbúa við Hringbraut gengur hægt að gera umbætur sem tryggja öryggi fótgangandi og hjólandi yfir Hringbrautina. Í stað þess að þrengja þessa mikilvægu stoðbraut væri nær að útbúa örugg undirgöng sem auðvelda alla umferð gangandi og hjólandi milli hverfanna fyrir norðan og sunnan Hringbraut. Vel lýst og myndavéla-vöktuð undirgöng tíðkast í flestum borgum Evrópu og eru víðast talin öruggari kostur en gangbrautir við fjölfarnar götur. Nær öll slys sem orðið hafa við Hringbraut síðustu 20 árin hafa verið á gangbrautum.

Points

Vel lýst og myndavélavöktuð undirgöng. Örugglega hægt að hafa skjái þannig að hægt sé að sjá hvort göngin eru auð eða ekki.

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosninguna í verkefninu Hverfið mitt 2019. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu til samgöngudeildar umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information