Hvað viltu láta gera? Undirgöng eða göngubrú yfir Kringlumýrarbraut á móts við Hamrahlíð. Þar fer mikill fjöldi gangandi og hjólandi yfir á gönguljósum til að sækja skóla, frístund, fara í Kringluna, bókasafn og fleira. Hvers vegna viltu láta gera það? Það eykur öryggi og þægindi gangandi/hjólandi og einnig greiða fyrir bílaumferðinni en stutt er í næstu gönguljós og auðvitað stærstu gatnamót landsins.
Ég styð þetta algjörlega! Mikil hætta sem skapast á þessum ljósum og hef sjálf upplifað það að verða fyrir bíl á miklum hraða þar sem ég var að ganga yfir á grænu gönguljósi árið 2010. Hef einnig oft síðan þá orðið vitni af fjölmörgum skiptum þar sem gangandi vegfarendur eru í hættu og hafa rétt svo sloppið, sem betur fer!
Ein hættulegusu gangbraut sem um getur sökum ofurhraða, ljósa hverjum á eftir öðrum auk þeirrar staðreyndar að svæði að brautinni Kringlumegin hallar um 7-10 gráður og mildi að fólk renni ekki út á hina hættulegu hraðbraut við vissar aðstæður, að ekki sé minnst á fjölda vegfarenda
Já tenging við Kringluna og þá sem koma á strætó og eru að fara í MH
Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2019 þar sem hún rúmast ekki innan fjárhagsramma verkefnisins. Hugmyndir er falla innan verkefna og valdheimilda Reykjavíkurborgar verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi deilda innan stjórnsýslu borgarinnar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation