Hvað viltu láta gera? Stór, skemtilegur leikkastali með mismunandi rennibrautum, klifri og skemmtilegheitum sem henta ólíkum aldri. Kastalarnir í Fjölskyldugarðinum eru dæmi um stóra, skemmtilega kastala sem eru vinsælir hjá börnunum. Hvers vegna viltu láta gera það? Það er mikilvægt að vera með skemmtileg, fjölskylduvæn svæði í miðborginni og gera hverfið þannig fjölskylduvænna.
Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Afmörkuð leiksvæði samkvæmt deiliskipulagi Hljómskálagarðsins eru nú þegar með leiktæki og er hugmyndin því ekki metin tæk. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október -14. nóvember nk. á www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation