Setja hraðahindranir á Norðlingabraut

Setja hraðahindranir á Norðlingabraut

Hvað viltu láta gera? Setja hraðahindranir við gangbraut á Norðlingabraut á móts við Wurth/göngubrúnna yfir í Selás og einnig að setja hraðahindrun við íþróttahúsið/fimleikahúsið í hverfinu. Hvers vegna viltu láta gera það? Hraðinn á mörgum bílum sem keyra eftir Norðlingabraut er skuggalega mikill og langt umfram það sem eðlilegt getur talist í nágreni við gangandi vegfarendur sem eru að stórum hluta börn.

Points

Hugmynd þessi var metin tæk af fagteymi sérfræðinga frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Allar tækar hugmyndir voru í framhaldi sýndar á opnum húsum í hverfum Reykjavíkurborgar á tímabilinu 3. - 13. júní, þar var þessi hugmynd valin til þess að vera á kjörseðli þíns hverfis. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Alls enga hraðahindrun á þessum og stað. Ég mæli með að allar hraðahindranir verði fjarlægðar og í staðinn kæmu hraðamyndavélar. Besta ráðið við of miklum hraða eru sektir og það háar. Það sem kemur við buddu ökumanna virkar best.

Hraða myndavélar - Norðlingaholt er mikið barna hverfi og börn mikið úti að leika *þyrfti að setja umferðarskiltið : Börn eða útbúa skilti með “Börn að leik” eða á “eftir bolta kemur barn”. Mig óar oft við hraðanum í gegn um hverfið. Enda oft barn nærri orðið undir bíl.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information