Hvað viltu láta gera? Setja hraðahindranir við gangbraut á Norðlingabraut á móts við Wurth/göngubrúnna yfir í Selás og einnig að setja hraðahindrun við íþróttahúsið/fimleikahúsið í hverfinu. Hvers vegna viltu láta gera það? Hraðinn á mörgum bílum sem keyra eftir Norðlingabraut er skuggalega mikill og langt umfram það sem eðlilegt getur talist í nágreni við gangandi vegfarendur sem eru að stórum hluta börn.
Hugmynd þessi var metin tæk af fagteymi sérfræðinga frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Allar tækar hugmyndir voru í framhaldi sýndar á opnum húsum í hverfum Reykjavíkurborgar á tímabilinu 3. - 13. júní, þar var þessi hugmynd valin til þess að vera á kjörseðli þíns hverfis. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!
Alls enga hraðahindrun á þessum og stað. Ég mæli með að allar hraðahindranir verði fjarlægðar og í staðinn kæmu hraðamyndavélar. Besta ráðið við of miklum hraða eru sektir og það háar. Það sem kemur við buddu ökumanna virkar best.
Hraða myndavélar - Norðlingaholt er mikið barna hverfi og börn mikið úti að leika *þyrfti að setja umferðarskiltið : Börn eða útbúa skilti með “Börn að leik” eða á “eftir bolta kemur barn”. Mig óar oft við hraðanum í gegn um hverfið. Enda oft barn nærri orðið undir bíl.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation