Útsýnispallur og hvíldaraðstað á dælustöðinni við Faxaskjól

Útsýnispallur og hvíldaraðstað á dælustöðinni við Faxaskjól

Hvað viltu láta gera? Gera dælustöðina aðeins kræsilegri og aðlaðandi fyrir heimamenn og ferðamenn (nú er hún ljót og skítug) til þess að njóta útsýnis og anda að sér sjávarloftinu (ekki skítalykt) Hvers vegna viltu láta gera það? Ég bý í nágrenninu og sé að það er fjöldi fólks á ferðinni á þessum slóðum á hverjum degi. Dælustöðin er hins vegar frekar fráhrindandi en gæti orðið, með skemmtilegri hönnun, að fjölsóttari áningarstað

Points

Væri líka gaman að setja kort af nágrenninu (t.d. fjöllunum í kring eða stjörnumerkjum) og jafnvel hægt að bæta við kíki. Stöðin er á flottum stað en er afar fráhrindandi sem er synd því hún gæti nýst svo vel. Einnig mætti hafa ramp upp á hana svo hreyfihamlaðir geti komist upp á útsýnispallinn á hjólastól.

Ábending til Veitna Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosninguna í verkefninu Hverfið mitt 2019. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu til Veitna. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information