Hvað viltu láta gera? Gerð verði ,,X" laga göng undir Hringbraut þar sem undirgöngin opnast beggja megin götunnar. Með því má fá þennan halla sem nauðsynlegur er, til að unnt sé að aka hjólastólum og vögnum niður. Fyrir vikið þarf ekki eins langt svæði í kringum göturnar. Hvers vegna viltu láta gera það? Mikil umferð ökutækja er um Hringbraut og fjöldi barna fer þar um. Mikil slysahætta skapast vegna þessa. Þegar græn gönguljós eru, aka bílar sem beygja inn götuna þvert yfir gönguleiðina og í stöku tilvikum aka þeir upp að eða jafnvel upp á gangstéttar. Ekki verður séð að unnt verði að bæta úr þessum málum með öðrum hætti en þeim að gera undirgöng sem væru þá með e.k. ,,torgi" í miðjunni. Fólk myndi því ganga skáhalt undir Miklubraut og þar væru gatnamót sem byðu upp á að fara á gangstéttar hinum megin Hringbrautar/Hofsvallagötu.
Langtímalausn (eðlilega kostnaðarsöm) væri að setja Hringbrautina í stokk! Leyfa gangandi og hjólandi vegfarendum að vera ofanjarðar og bílum neðanjarðar. Nýta landssvæðið sem skapast fyrir útivistarsvæði og byggð.
það ætti frekar að byrja á göngubrautinni við Þjóðminjasafnið og setja hana í undirgöng eða göngubrú.
beina gangandi og hjólandi umferð í undirgöng með myndavélavöktun og fallegri lýsingu, listaverkum (mósaik eða málaðar veggmyndir, fullt af hæfileikaríku listafólki búsettu hér á landi) og örugglega hægt að setja skjái svo hægt sé að sjá inn í göngin. Engar tilraunir með pálmatrjám eða þannig. Skilyrði að þau séu hönnuð þannig að þau séu aðlaðandi og fólk finni sig og börnin sín örugg að ganga/hjóla þarna um á nóttu sem degi.
Fyrir utan þær rannsóknir sýna að fólk leggur heldur á sig krók til að forðast undirgöng eða brýr þá er einfaldlega ekki pláss fyrir undirgöng eða brýr þarna á gatnamótunum. Hvað þá undirgöng með rampi sem hægt er að fara greiðlega með hjól, barnavagna og hjólastóla um án þess að slengja þeim á bakið (sem ekki allir eru fullfærir um, eðli málsins samkvæmt).
Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2019 þar sem hún rúmast ekki innan fjárhagsramma verkefnisins. Hugmyndir er falla innan verkefna og valdheimilda Reykjavíkurborgar verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi deilda innan stjórnsýslu borgarinnar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation