Hvað viltu láta gera? Nýta grasið við embætti landlæknis t.d. fyrir gróður, leiksvæði fyrir börn, listaverk eða annað gangandi vegfarendum til yndisauka. Hvers vegna viltu láta gera það? Þetta tilturlega stóra pláss sem er algjörlega miðsvæðis er kjörið til þess að nýta í "grænt svæði" og synd að nýta það ekki í neitt.
Leiksvæði fyrir ungabörn. Það vantar fleiri ungbarnarólur og ungbarnaleiktæki í bæinn.
Það vantar leikvöll fyrir yngri börn og er þetta fullkominn staður fyrir slíkt.
Væri gott ef það mundu aftur koma tré. Það voru tré fyrir svona 10 árum
Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2019 þar sem verkefni hugmyndarinnar er ekki innan verkefna eða valdheimilda Reykjavíkurborgar eða ekki á borgarlandi. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation