Fleiri rafmagnsstæði

Fleiri rafmagnsstæði

Hvað viltu láta gera? Setja rafmagnshleðslustöðvar í allar götur í miðbænum þar sem fólk er almennt ekki með einkastæði. Góð staðsetning væri til dæmis stæði fyrir ofan A smith á horni Bragagötu og Bergstaðastrætis Hvers vegna viltu láta gera það? Það eru mjög fá rafmagnsstæði fyrir almenning í miðbænum en einmitt í miðborginni eru bestu aðstæður fyrir fólk til að vera á rafmagnsbíl með stuttar vegalengdir í vinnu. Fá önnur hverfi eru með færri einkastæði eða sameiginleg stæði í eigu húseignar og því hvergi jafn mikilvægt að sett séu rafmagnshleðslur til almennings.

Points

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2018 þar sem verkefnið sem um ræðir í hugmyndinni er í öðru ferli innan borgarkerfisins og því ekki hægt að kjósa um það að svo stöddu. Hugmyndinni verður vísað sem ábendingu inn í það ferli. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information