Göngustígar í Fossvogi

Göngustígar í Fossvogi

Hvað viltu láta gera? Lagfæra göngustíga sem tengja götur í Fossvogi. Hvers vegna viltu láta gera það? Það er mikil umferð gangandi og hjólandi fólks um Fossvoginn. Stígarnir eru margir orðnir hættulegir, og virðist stundum óljóst hver ber ábyrgð á viðhaldi þeirra. Borgin á að sjá sóma sinn i því að sinna sliku viðhaldi til þess að koma í veg fyrir slys.

Points

Göngustígar, t.d. milli fjölbýlishúsa og raðhúsa, niður í Fossvogshverfið voru í upphafi kostaðir af íbúum þessara húsa...en að sjálfsögðu geta allir notað þá. Göngustígar við opin svæði eru Borgarinnar. Síðan er mjög einkennileg skipting á gangstígum við íbúðagötur. Reykjavíkurborg þarf að skilgreina þessa skiptingu betur þ.e. láta eigendur vita hvað er þeirra. Það þýðir ekki að hafa allt í vanrækslu hér í hverfinu lengur.....bara af því að enginn veit hver á hvað.

Hellur aá þessum göngustígum eru brotnar, skakkar og lausar og geta því verið mjög hættulegar, fyrir gangandi, hjólandi og mjög erfitt að komast um með barnavagna og kerrur og með öllu ófært fyrir hjólastóla. Tröppur líka mjög slitnar og þyrfti að endurnýja líka og hafa þá í huga að fólk þarf að geta farið þarna um með vagna, kerrur og í hjólastólum (sleppa tröppum og hafa sléttan halla). Borgin hlýtur að bera ábyrgð á þessum stígum, þeir eru fyrir utan lóðarmörk húsanna.

Sammála. Það er alveg nauðsynlegt að laga gangstíga niður í hverfið og gangstéttar við götur. Borgin ætti að gera uppdrátt (kort) af hverfinu, til að sýna hver á hvað. Það virðist ekki alveg ljóst þess vegna eru mörg svæði í órækt bæði gangst. og græn svæði. Í minni götu á annað hvert hús gangstíginn við götuna. Gangstígar milli húsa niður í hverfið eru að ég best veit eign íbúanna. Þeir sem eru nýfluttir vita eðlilega ekki um þessa stórfurðulegu reglu.

Ég tek undir þetta, auðvelt er að misstíga sig á þessum litlu stígum. Eru ekki allir opnir göngustígar á vegum borgarinnar.

Mjög brýnt.

Mjög þarft að laga stíga en það er ekki óljóst hver ber ábyrgð á stígunum. Borgin þarf klárlega að laga sína stíga en íbúar þurfa einnig að taka sig á. Hver gata ber sameiginlega ábyrgð á sínum stígum. Þetta er viðráðanlegur kostnaður þar sem hann deilist á marga. Auðvitað ætti borgin að taka þá alla að sér en því miður þá verður það ekki gert og samkvæmt núverandi skipulagi þá er þetta á ábyrgð okkar íbúa.

Um þessa stíga fara tugir barna á degi hverjum yfir veturinn á léið í og úr skóla. Ástand stíganna hafa valdið meiðslum á börnum vegna lélegs ástands.

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2019 þar sem verkefni hugmyndarinnar er ekki innan verkefna eða valdheimilda Reykjavíkurborgar eða ekki á borgarlandi. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information