Hvað viltu láta gera? Það er nauðsynlegt að bæta við snyrtilegum bekkjum með reglulegu millibili í hverfinu okkar. Eldra fólk og fólk í endurhæfingu er hvatt til að ganga. Það myndi hvetja það til lengri göngu ef hægt væri að setjast niður reglulega. Það munaði mikið um bekkina sem settir voru upp fyrir neðan Álfheimablokkirnar, eftir tillögu frá 90 ára föður mínum, hér á vefnum 😀 Hvers vegna viltu láta gera það? Til að lengja gönguferðir orkulítils fólks.
gòð hugmynd -)
Það eru allt of fáir bekkir á gönguleidum t.d. meðfram Sæbrautinni þar er bekkur á móts við Kirkjusand og svo enginn fyrr en komið er að borgartúni ... þarna vantar a.mk. Sex bekki frá Laugarnesi að Hörpu og örugglega fleiri ef öll leiðin er skoðuð eftir að hjólastígur var skilinn frá göngustíg myndu bekkir gera aðgengi til göngu fyrir eldra fólk betra og fólk sem bara vill fara rólega og njóta útsýnis
Hugmynd þessi var metin tæk af fagteymi sérfræðinga frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Allar tækar hugmyndir voru í framhaldi sýndar á opnum húsum í hverfum Reykjavíkurborgar á tímabilinu 3. - 13. júní, þar var þessi hugmynd valin til þess að vera á kjörseðli þíns hverfis. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation