Hvað viltu láta gera? Ég tel að það mætti bæta leikaðstöðuna fyrir börnin á Klambratúni. Þá sér í lagi að bæta við t.d. tveimur ungbarnarólum á leiksvæðið, þar sem að oft eru margir krakkar að leik og foreldrar koma oft með ung börn á staðinn til að leika. Hvers vegna viltu láta gera það? Ég tel þetta hverfinu í hag, að bæta enn frekar þetta leiksvæði á klambratúni (lengi getur gott batnað), þar sem að þetta er vinsælt útivistarsvæði.
Ég styð þessa tillögu. Það má bæta við rólum, bæði ungbarna og venjulegum og það mætti líka bæta við leikvelli annarstaðar á túninu.
Auka við rólur (ekki bara ungbarna) og setja upp fleiri leiktæki. Mætti líka hafa annan leikvöll á moldarsvæðinu sem liggur að leikvellinum, vestan við hann.
Hugmynd þessi var metin tæk af fagteymi sérfræðinga frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Allar tækar hugmyndir voru í framhaldi sýndar á opnum húsum í hverfum Reykjavíkurborgar á tímabilinu 3. - 13. júní, þar var þessi hugmynd valin til þess að vera á kjörseðli þíns hverfis. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!
Já fleirri rólur og ekki bara ungbarna.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation