Hvað viltu láta gera? Setja upp fleiri bekki og ruslatunnur í hringnum á bökkunum. Hvers vegna viltu láta gera það? Mikið af rusli er að koma frá verlslunarkjarnanum og engar ruslatunnur sjáanlegar. Eldra fólk situr á girðingum í kringum blokkirnar. Mætti gera nokkur útskot af gönguleið og setja ruslatunnur og sæti með blómapottum eða fallegum gróðri í kring.
Það væri líka fínt að fá bekki og ruslatunnur í Seljadal og á gönguleiðum um Seljahverfið.
Fegra umhverfið og gera það hreinlegra og skemmtilegra
Sá einmitt í morgun fullorðinn mann sitja á stórum steini til að hvíla sig en hann var á gangi.
Hugmynd þessi var metin tæk af fagteymi sérfræðinga frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Allar tækar hugmyndir voru í framhaldi sýndar á opnum húsum í hverfum Reykjavíkurborgar á tímabilinu 3. - 13. júní, þar var þessi hugmynd valin til þess að vera á kjörseðli þíns hverfis. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation