Hvað viltu láta gera? Setja gönguljós eða að lágmarki gangbrautarmerki yfir Holtaveg við Skipasund. Á Holtavegi er hraðahindrun með frágang líkt og um gangbraut sé að ræða, og er ásýnd og notkun hraðahindrunar eins og um gangbraut sé að ræða. Mjög mikilvægt er að setja gangbrautarmerki þar hið fyrsta. Gönguljós væru besti kosturinn kostur en að lágmarki gangbrautarmerki. Hvers vegna viltu láta gera það? Á Holtavegi er hraðahindrun með frágang líkt og um gangbraut sé að ræða, og er ásýnd og notkun hraðahindrunar eins og um gangbraut sé að ræða. Verslunin Rangá er þar nærri, stutt í frístundaheimli og Langholtsskóla. Keyrt hefur verið á barn á þessum stað þar sem ökumaður hægði á sér vegna hraðahindrunar, en sá ekki barnið og barnið taldi ökumann vera að hægja á sér vegna gangbrautar og varð fyrir bifreiðinni. Gönguljós væru besti kosturinn kostur en vegna slysahættu ætti að lágmarki að setja gangbrautarskilti þar hið fyrsta.
Tek undir þetta. Vonandi nær þessi tillaga inn þetta árið.
Hvað eiga að verða mörg slys í kringum þetta svæði þar til eitthvað er gert?
Bý rétt hjá þessum gatnamótum og það veitir ekkert af því að hægja á umferðinni. Þarna ganga skólabörn um og það skiptir máli að tryggja öryggi þeirra og annara sem þarna fara um.
Hugmynd þessi var metin tæk af fagteymi sérfræðinga frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Allar tækar hugmyndir voru í framhaldi sýndar á opnum húsum í hverfum Reykjavíkurborgar á tímabilinu 3. - 13. júní, þar var þessi hugmynd valin til þess að vera á kjörseðli þíns hverfis. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation