Strandlíf hjá grásleppuskúrunum við Grímstaðarvör

Strandlíf hjá grásleppuskúrunum við Grímstaðarvör

Hvað viltu láta gera? Gera fjöruna aðgengilegri frá skúrunum þannig að auðvelt sé fyrir börn og fullorðna að fara niður á sandinn. Lagfæra steinbryggjuna og nýta það heita vatn sem virðist nú renna út í sjóinn óhindrað. Lagfæra skúrana og koma upp einhvers konar minningum um athafnalíf grásleppurkarlanna. Hvers vegna viltu láta gera það? Það er vinsælt að ganga meðfram ströndinni en því miður ekkert sem minnir á þá merkilegu útgerð og fiskvinnslu sem átti sér stað við Ægisíðuna. Við sem dorguðum á steinbryggjunni og fylgdumst með bátunum fara og koma erum orðinn fullorðin og minningarnar hverfa með okkur. Við eigum að sýna þessum forfeðrum okkar þá virðingu sem þeir eiga skilið. Það eru innan við 50 ár síðan fiskveiðarnar í Skerjafirði lögðust smám saman af en ekkert minnir á veiðarnar nema hálffallnir skúrar.

Points

Sammála. Mér finnst synd að láta skúrana grotna niður og ekkert gert til að halda sögunni í Grímsstaðavörinni við. Afi minn sótti sjó þaðan í áratugi. Við skulum samt endilega ekki fara í annað Braggadæmi :-)

Það þarf að koma í veg fyrir að skúrarnir falli, en það er greinilega ekki langt í það. Setja eitthvað af því upp aftur sem var þarna, t.d. til að bátarnir gætu komið og farið upp í fjöruna. Skapa smá minjasafn.

Hugmynd þessi var metin tæk af fagteymi sérfræðinga frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Allar tækar hugmyndir voru í framhaldi sýndar á opnum húsum í hverfum Reykjavíkurborgar á tímabilinu 3. - 13. júní, þar var þessi hugmynd valin til þess að vera á kjörseðli þíns hverfis. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Bæta við litlum potti/fótabaði í fjörunni sem hverfur þegar flæðir að og birtist þegar fjarar út! Það er heitt vatn sem rennur út í sjóinn hjá gömlu beitiskúrunum í Grímstaðarvör (sjá myndir) Það er í fínu lagi með þetta vatn hef kannað það hjá Veitum. Vatnið er um 38-40 gráðu heitt og aðkoman hjá Grímstaðarvör alveg kjörin. Myndi draga fólk niður í fjöruna og gera svæðið meira aðlaðandi

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information