Hvað viltu láta gera? Setja upp hleðslustöðvar fyrir rafbíla í Grafarvogi. Hvers vegna viltu láta gera það? Tel það vera mikilvægt skref til að þjónusta íbúa betur og stuðla að bættu umhverfi og andrúmslofti. Auk þess styður það ákvörðun ríkistjórnarinnar að nýskráningar bensín- og dísilbíla verði almennt óheimilar eftir árið 2030.
Þetta er framtíðin, ekkert flókið.
Þetta er eitthvað sem verður að koma - einnig í Árbæ
Það verður að fara að byrja á þessu verkefni og það sár vantar hleðslustöðvar í Grafarvoginn.
Það þarf að koma upp nokkrum hleðslustöðvum í hverju hverfi fyrir sig, Hamra, Folda, Húsa og svo fr. Það eru bílaplön í flestum þessara hvefra sem hægt væri að nýta.
https://reykjavik.is/frettir/hledslustodvar-fyrir-rafbila-i-bilastaedahusum
Það eru margir rafbílaeigendur í Grafarvogi og þetta myndi mögulega hjálpa til við fjölgun þeirra á götum borgarinnar.
Með hvatningu um aukna notkun rafbíla þá þarf að bæta aðstöðu aðila við að geta keypt sér hleðslu. Það er ekki alltaf hægt að skjótast heim til að fylla á tankinn.
Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2018 þar sem verkefnið sem um ræðir í hugmyndinni er í öðru ferli innan borgarkerfisins og því ekki hægt að kjósa um það að svo stöddu. Hugmyndinni verður vísað sem ábendingu inn í það ferli. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation