Setja góðan sparkvöll í stað malarvallar á Klambratúni.

Setja góðan sparkvöll í stað malarvallar á Klambratúni.

Hvað viltu láta gera? Setja góðan sparkvöll/körfuboltavöll/brennóvöll, þar sem malarvöllurinn er núna. Hvers vegna viltu láta gera það? Ég hef útsýni yfir malarvöllinn, hann er ekkert notaður þar sem hann er iðulega drullusvað og hentar ekki til iðkunar. Það væri gott að fá almennilegan völl sem myndi henta jafnt börnum og fullorðnum í frítíma knattiðkun. Börnin hafa vissulega sparkvelli við skólana, en þeir eru fáir auk þess sem eldri frítímaiðkendur hafa um fátt að velja vegna aðstöðuleysis.

Points

Væri flott að fá sparkvöll

Þessi malarvöllur er ógeðslegur og aldrei notaður. Það væri hægt setja upp 2 velli á þessu svæði. Það vantar sparkvöll neðar í hverfið, oft mjög langt fyrir þá sem eru í Háteigsskóla að fara út í fótbolta ef þeir búa nær Rauðarárstígnum.

Þarna væri upplagt að gera sparkvöll/blak/körfubolta eða hvað sem nýtist best. Þetta svæði er einskis nýtt eins og það er.

Ég á nokkur barnabörn á mismunandi aldri m.a. á "fótboltaaldri." Þegar við förum öll saman á Klambratún með nesti. Þá una minnstu börnin sér á litla leikvellinum en hin sárlangar í fótbolta en þá er hvergi völlur!

Verður meir notaður

Hugmynd þessi var metin tæk af fagteymi sérfræðinga frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Allar tækar hugmyndir voru í framhaldi sýndar á opnum húsum í hverfum Reykjavíkurborgar á tímabilinu 3. - 13. júní, þar var þessi hugmynd valin til þess að vera á kjörseðli þíns hverfis. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information