Hundasvæði

Hundasvæði

Hvað viltu láta gera? Afgirt hundasvæði hjá skíðabrekkunni í Grafarvogi með leiktækjum t.d. pöllum og rörum. Hvers vegna viltu láta gera það? Margir eru orðnir þreyttir á lausagöngu hunda í hverfinu sem er bönnuð. Vonandi fær þetta hundaeigendur til að leyfa hundunum sínum að hlaupa lausum, leika sér og losa sem mesta orku á afgirtu svæði.

Points

Styð hugmyndina en langar að bæta við hugmynd að annarri staðsetningu. Á svæði milli Rimahverfis og Foldahverfis fyrir ofan nýju iðnaðarbyggingarnar og gera þá mön eða trjáræktarsvæði við umferðargötuna til að takmarka hljóðmengun. Hundasvæði já takk!

Frábær hugmynd! Þetta er tilvalið svæði. Það má einnig gera annað minna samliggjandi svæði fyrir smærri hunda.🙀

Það var kosið að gera hundagerði í kosningunum í fyrra sem á að vera framkvæmt á þessu ári. Þó er ekki komið fram hvar í Grafarvoginum það verður.

Hugmynd þessi var metin tæk af fagteymi sérfræðinga frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Allar tækar hugmyndir voru í framhaldi sýndar á opnum húsum í hverfum Reykjavíkurborgar á tímabilinu 3. - 13. júní, þar var þessi hugmynd valin til þess að vera á kjörseðli þíns hverfis. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information