Hvað viltu láta gera? Stúdío, 1 og 2 svefnherbergja íbúðir byggðar af borginni og í eigu hennar, ætlaðar einstaklingum og pörum sem eru í fyrsta skipti af flytja af heiman eða eru að safna sér fyrir útborgun á eigin íbúð. Leigan verði sanngjörn, með fullum húsnæðisbótum og sé ekki ákvörðuð í hagnaðarskyni. Samningar gerðir til langtíma. Borgin sjái um úthlutun á lóð og byggingu á húsnæðum og þetta framtak verði styrkt af helstu fyrirtækjum landsins s.s. IKEA, Húsasmiðjunni, ELKO fyrir innviði, húsgögn og annað. Mikið er af uppbyggingu í Reykjavík en allar þær íbúðir eru á ofurverði og hjálpar ekki nema brotabroti af þeim sem vantar heimili. Borgin verður að stíga niður úr skýjaborginni sinni og koma niður á plan þeirra sem hafa ekki þingmannalaun til að borga fyrir eigin húsnæði. Allir skulu hafa sanngjarnt þak yfir höfuðið! Hvers vegna viltu láta gera það? Skv. tölum frá 2017 var áætlað að það vantaði 9000 íbúðir og mikið af þeim sem hafa verið byggðar eru fyrir fólk sem er vel yfir lámarks- og miðlungstekjum. Það er skortur af ódýru húsnæði fyrir látekjufólk og sérstaklega einstaklinga, sem varið frá því að vera keypt upp af félögum og efnuðum einstaklingum til að leigja út á uppsprengdu verði eða sem heimagisting.
Það vantar neytendastýrt húsnæði með leigurétti drifið án hagnaðarkröfu til að hamla spákaupmennsku hjá heimilum á landinu.
Þetta á ekki að vera til fyrir sérstaka skilgreinda hópa, heldur fyrir allan almenning sem vill búa þannig.
Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2019 þar sem hún rúmast ekki innan fjárhagsramma verkefnisins. Hugmyndir er falla innan verkefna og valdheimilda Reykjavíkurborgar verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi deilda innan stjórnsýslu borgarinnar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation