Bæta gönguljós við Sæbraut/Sægarða

Bæta gönguljós við Sæbraut/Sægarða

Endurnýja gönguljós við Sæbraut/Sægarða svo auðveldara er fyrir gangandi vegfarendur að komast yfir Sæbraut.

Points

Gönguljós yfir Sæbraut hjá Sægörðum þarf að laga. Græna ljósið kemur seint og varir stutt svo gangandi vegfarendur fara ítrekað yfir á rauðu. Það skapar hættu sem nauðsynlegt er að koma í veg fyrir. Einnig þá myndu góð gönguljós hvetja einstaklinga til að sækja sér þjónustu í Holtagörðum gangandi fremur en að fara á bíl.

Gönguljós eru mjög mikilvæg þar sem mikið er af gangandi fólki þessum stað

Það þarf að bæta aðgengi gangandi vegfarenda að Holtagörðum. Best væri að hafa undirgöng.

Það þarf að bæta aðgengi gangandi vegfarenda að Holtagörðum. Lengra gönguljós eða undirgöng.

Það er ótrúlegt að það skuli ekki vera undirgöng undir Sæbrautina nema við gamla Fáksheimilið þar eru tvö með stuttu millibili og svo brú yfir við Blesugróf. Síðan eru aðeins gönguljós allt niður að Hörpunni. Sæbraut/Sægarðar gatnamótin virðast vera friðuð svo gömul eru gangbrautarljósin þar. Ljósin við Holtaveg og Dalbraut eru tvískipt þannig að bíða þarf á eyjunni á milli. Er það nauðsynlegt ? Ljósin við Langholtsveg voru bætt þannig að nú ef svo hittist á þarf að bíða góða stund.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information