Eftir hrunið stytti Reykjavíkurborg tímann sem götulýsing er virk í borginni og minnkaði ljósmagnið af hverjum ljósastaur. Er ekki kominn tími til að auka aftur lýsinguna, bæði magn og tímalengd? Þetta myndi t.d. minnka hættu á slysum og hjálpa fólki að komast yfir mesta skammdegismyrkrið sem mikið er í umræðunni núna.
Að auka við götilýsingu myndi minnka hættu á slysum og hjálpa fólki að komast yfir mesta skammdegismyrkrið.
Það er líka hægt að stýra ljósunum ef menn vilja spara t.d. með því að kveikja á öðru hverju ljósi þegar engin umferð er.
Mikið svakalega fara ljósin af fljótt hjá ykkur þegar fer að birta smá. Það er nauðsynlegt að þið tímasetjið eftir veðri og skyggni en ekki bara einhverjum tíma sem er fyrirfram gefin.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation