Við Hallveigarstíg er lágvöruverslun og algengt að sjá hjólum læst við ljósastaura og handrið framan við verslunina. Mætti fækka um eitt bílastæði á svæðinu og setja upp stæði fyrir hjól.
Er búið að koma þessari ábendingu á framfæri við Bónus?
Það væri frábært að hafa hjólastæði fyrir framan verslunina og þurfa ekki að læsa hjólinu sínu við handrið og staura.
Auðvelda fólki úr hverfinu að komast á hjóli í hverfisverslunina minnkar bílaumferð og bætir heilsu, bæði þeirra sem hjóla og hinna sem ekki gera það.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation