Borgarbúar hafa blekkst af skrumi eins og verkefninu Betri hverfi. Ég legg til að verkefninu verði hætt og fjármunum borgarbúa verði varið í mikilvægari málaflokka, s.s. skólastarf og þjónustu við eldri borgara.
Nú, þegar matbjörgin hefur minnkað og harðnað í ári, hverfur meirihlutinn að sinni fyrri iðju. Að sóa peningum í gæluverkefni. Hefur þessi stefna orðið meirihlutanum í borginni til minnkunar, enda hefur hann líka minnkað. Ef vesturbæingar vilja ,,setja vatnshana á göngustíg við Ægissíðu, sem hentar öllum aldurshópum", fyrir 3 milljónir, þá geta þeir greitt fyrir hann sjálfir. Ef hundaeigendur vilja koma upp hundagerði á Gufunessvæðinu fyrir 15 milljónir, þá geta þeir greitt fyrir það sjálfir.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation