Kosningar - öðruvísi einstaklingskosningar.
Þegar við veljum lista í kosningum þá eru nöfnin á honum í ákveðinni forgangsröð eftir annað hvort uppröðun eða forkosningu flokksfélaga. Þetta er klárt spillingartæki þar sem frambjóðendur eru "matreiddir" fyrir kjósendur. Í stað þess að setja x við flokk þá setur kjósandi x við einn (bara einn!) frambjóðanda þess flokks. Það x er atkvæði fyrir flokkinn og jafnframt uppröðun á lista. Þannig er hægt að sjá hversu marga frambjóðendur listinn fær kosna en ekki nákvæmlega hverja. KJÓSENDUR RÁÐA.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation