Hraðvagna (strætisvagnar) fyrir stofnleiðir.
td kringlu til hlemms og svo til hafnarfjarðar.
Hugmyndin er sú að í staðinn fyrir að leið S1 sem dæmi stoppi á ótal stöðum áður en komið er að endastöð þá myndi vagninn eingöngu stoppa á einum stað í hverju bæjarfélagi. Dæmi: Fjörður Ásgarður Hamraborg Hlemmur Innan hvers bæjarfélags væru svo mun smærri vagnar sem sæu alfarið um allar samgöngur innan þess bæjarfélags.
Hreint ekki vitlaus hugmynd þegar maður hugsar útí hana. Eiginlega bara stórsnjöll! :)
Þetta er eitthvað sem ég er búin að vera að reyna að fá fólk til að sklija í langan tíma, en strætókerfi höfuðborgarsvæðisins er ekki rekið sem ein heild, þannig að það geta engir vagnar haldið áfram í gegnum Kópavog. Þetta er því ekki eitthvað sem Reykjavíkurborg getur í raun gert neitt í :(
Nei Ólafur, munurinn er að Hraðvagnar stoppa ekki á nema örfáum stoppustöðvum. Þó að strætó keyri vissulega stofnleið í dag, þá er hann 2x lengur að fara leiðina heldur en hann gæti, vegna þess að hann stoppar svo oft. Það kallast seint 'Hrað'vagn :)
Núverandi hönnun kerfistins kengur einmitt út á þetta. Það eru stofnleiðir og síðan hverfaleiðir. Vandinn er að það eru allt of fáir og allt of stórir vagnar á þessum hverfaleyfum. Ef stóru vagnarnir eru teknir úr umferð og margir, mikið smærri bílar notaðir í staðinn yrðu ferðir tíðari og biðtími myndi styttast til muna. Það sem stendur núverandi kerfi fyrir þrifum er fjarlægð milli stoppustöðva og óskaplega mikil bið eftir næsta vagni.
Rétt er það en það var nefnilega hugmyndin við núverandi fyrirkomulag. Tókst afar illa til í framkvæmd.
Hugmyndina fékk ég frá Danska strætókerfinu. Þá var s.s. hraðvagn og svo almenn vagn. Hraðvagninn stoppaði bara á aðalstöðvum, dæmi: Fjörður, Garðabær, Hambraborg, Hlemmur (1 stopp í hverju bæjarfélagi) Almenni vagninn stoppaði á: Hefðbundnum stoppustöðvum eins og hann stoppar á í dag. S.s. Hraðvagn fyrir þá sem þurfa að komast hratt milli bæjarfélaga. Hraðvagn væri kannski 1 sinni á klukkustund og almenni vagninn þess á milli. Hægt að skoða þessa hugmynd á marga vegu. Hvernig sem á það er litið er núverandi strætókerfi seinvirkt.
Önnur útfærsla gæti verið skólastrætó. Hann myndi fara á flestar biðstöðvar þar til hann er kominn út úr hverfi, og síðan beint að þeirri stöð sem væri næst skólanum. Dæmi: leið 6 tekur allar stöðvar í Grafarvogi og og síðan Ártún, næstu stopp Skeifan (Hraðbraut og MS) - Kringlan (Verzló og HR) - MH - Háskólinn? - og MR.
Með þessu er hægt að stytta til muna ferðir frá Miðbæ Reykjavíkur yfir í t.d. Miðbæ Hafnafjarðar. Skv. Bus.is tekur það c.a. 32 mínútur í dag að fara frá Lækjartorgi út i Fjörð svo dæmi sé tekið. Það er þyrfti ekki að taka svo langan tíma ef leið stofnbrautarvagns, væri breytt eins og nefnt er í fyrri athugasemd.
Ég myndi vilja sjá tvær svona stofnleiðir: 1.) Fjörður, Silfurtún (Hagkaup Garðabæ), Hamraborg, Kringla, niður laugarveg að Hlemm. (30mín) 2.) Fjörður, Iðnskólinn, Reykjanesbraut nærri IKEA, Smáralind gegnum Smárahvammsveg, Mjódd, Miklabraut við Skeifu, Suðurlandsbraut við Laugardal, Hlemmur. (45mín) Hvorugur vagn myndi bíða eftir öðrum vögnum, því þeir kæmu á 15 mínútna fresti og væru minni og léttari vagnar (svona 30 manna kálfar til dæmis)
vegna þess að þá myndu sumir farþegar þurfa að labba lengra en næsta stoppistöð, sem er næst hverjum og einum í dag. Það kallar á minni eftirspurn í strætó og þar með dregst þjónustan saman smátt og smátt. Mér finnst fjöldinn á þeim stoppistöðvum eins og hann er í dag, vera nægilegur til þess að farþegar þurfa ekki að labba nema smáspöl að næstu biðstöð strætó. En það að fækka stoppistöðvum, það bitnar á farþegum og allri eftirspurn í strætó.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation