Skóla PEERS námskeið í félagsfærni inn í grunnskólana

Skóla PEERS námskeið í félagsfærni inn í grunnskólana

PEERS er námskeið í félagsfærni fyrir börn, unglinga og ungmenni með einhverfu, ADHD, kvíða, þunglyndi og aðra félagslega erfiðleika. PEERS hefur þegar verið innleitt á BUGL og GRR fyrir unglinga 11 - 18 ára. EHÍ verður með kynningu á skóla PEERS í nóv. á næsta ári, þá verður námskeið fyrir leiðbeinendur í PEERS. Sjá nánar http://www2.semel.ucla.edu/peers.

Points

Félagsleg einangrun, höfnun jafnaldra og vanlíðan er gjarnan fylgifiskur einhverfu og ADHD sem getur síðan leitt af sér alvarlegri geðsjúkdóma, fíknivanda og jafnvel örorku. PEERS námskeið í félagsfærni telst gagnreynt fyrir unglinga með einhverfu. Aðalstyrkleiki PEERS er að unnið er jöfnum höndum með unglingum og foreldrum sem er kennt að verða félagsþjálfar unglinganna. Sjá nánar www.felagsfaerni.is.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information