Menntakerfið er byggt með það markmið að miðla þekkingu en Matskerfið er gert til að ganga úr skugga um að einstaklingur hafi náð að tileinka sér þekkingu eða hæfni. Eins og er þá er ekki nóg og skýr aðskilnaður á þessum tveimur kerfum og það veldur því að þau eru að hafa neikvæð áhrif á hvort annað. Það er einungis gagnlegt að meta getu á marktækan hátt en annars treysta á sjálfsmat. Menntastofnanir sem eru líka matsstofnanir hafa hagsmunaárekstur. Geta þarf ekki að vera metin nema sem ánauð.
Styrkir atvinnulíf með því að gefa vinnustöðum tækifæri til að vera einskonar menntastofnanir, þeir geta amk nýtt sér matskerfið fyrir skilyrtar stöðuhækkanir og ráðningar.
Eykur sveigjanleika námsleiða og gefur börnum tækifæri til að fara á undan án eineltis eða dragast aftur úr án þess að það virki eins og það sé refsing eða draga úr sjálfsímynd.
Styrkir áherslu á undirstöðuþekkingu vegna þess hægt er að hafa stöðugri kröfur þegar matsstofnun er sjálfstæð. Leyfir nemendum ekki að gleymast og "fljóta með".
Samræmir getu nemenda úr mismunandi menntastofnunum. Vegna þess matsstofnun ætti að geta þjónustað margar menntastofnanir, enda mun tímafrekara að mennta en meta.
Býr til hvatningu til að sækja sér menntun í frítíma. Vegna þess hægt er að fá hana metna til verðugleika, það er tekið mark á þekkingu sem maður öðlast á eigin spítur. Samræmir getu nemenda úr mismunandi menntastofnunum. Vegna þess matsstofnun ætti að geta þjónustað margar menntastofnanir, enda mun tímafrekara að mennta en meta. Eykur sveigjanleika námsleiða og gefur börnum tækifæri til að fara á undan eða dragast aftur úr án þess að það sé "refsing". Styrkir áherslu á undirstöðuþekkingu
Samræmir raunverulega getu og "ferilskrár getu" fólks.
Gefur erlendum aðilum og innflytjendum tækifæri til þess að afla sér trausts með því að setja sína þekkingu í samhengi sem er kunnuglegt íbúum.
Stígur á tærnar á kennurum sem vilja ekki utanaðkomandi gagnrýni.
Leyfir þeim sem flosnuðu upp úr skóla að vinna upp það sem var eftir á eigin forsendum og fá það metið, í stað þess að vera bundnir við símat menntastofnanna.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation