Strandgestir erlendis fara frítt á ströndina. Það er algengt að það sé einföld köld útisturta og ruslatunna. Svo er kannski kaffihús/bar með klósettaðstöðu. Þannig að mér finnst að það eigi að vera frítt í Nauthólsvík fyrir þá sem ætla að nota einföldustu aðstöðu. Fólk sem ætlar að nota skápaleigu, innisturtur og að fara í pottinn getur svo borgað.
Það er asnalegt að taka einhver lífsgæði af fólki bara af því að einhver ákvað að byggja aðstöðu sem er dýr í rekstri. Lífsgæðin að fá að fara ókeypis í Nauthólsvík voru til áður en að ákveðið var að byggja dýra aðstöðu sem þarf rekstur. Þau má ekki taka af fólki sem vill ekki borga eða á ekki peninga. Svona er flest hugsaði í Vínarborg, að sem flestir hafi aðgang að lífsgæðum.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation