Að breyta Ingólfstorgi í skautasvell yfir vetrartímann.
Það hefur mikið borið á þeirri umræðu uppá síðkastið að gera þurfi eitthvað til að lengja ferðamannatímann á íslandi og að lífga við og betrum bæta stemmningu í miðbænum. Ég vill meina að þessi hugmynd fullnægi báðum þessum þáttum. Ferðamönnum semog borgarbúum gæti fundist þetta sniðugt,. Einnig verslunarmönnum en þeir yrðu örugglega hæst ánægðir með þetta. Þessi hugmynd á rætur sínar að rekja til New York, nánar tiltekið Rockafeller Center.
Veðurfar í Reykjavík er oft þannig að frost helst ekki lengi í senn. Hins vegar tel ég að landslagsarkitektar mættu víða horfa til þess að gera lítil torg í hverfum þannig að hægt sé að búa til svell þegar þannig viðrar. Þetta er algengt víða erlendis og ekki flókið í framkvæmd, ytri rammi, aðgengi að stýringu á niðurfalli og vatni sem við eigum sem betur fer nóg af.
Ég er á móti þessari hugmynd.
Til hvers að útbúa skautasvell á ingólfstorgi þegar við höfum tjörnina? Þetta er kostnaðarsamt, sérstaklega þar sem torgið hallar. Skautasvellið skilur torgið eftir í slæmu ástandi, hellurnar allar skakkar og jafnvel lausar og bitnar það á hjólabrettaiðkendum sem líta á ingólfstorg sem nánast heilagan stað. Seinast þegar svellið var gert var það ekki jafn vinsælt og gert var ráð fyrir, fólk fór frekar á tjörnina. auk þess eru önnur torg t.d. lækjartorg heppilegri, því það liggur ekki í halla.
Hugmynd að skautasvelli í miðbænum er góð, en nauðsynlegt að finna góða staðsetningu. Áður hefur verið bent á að Ingólfstorg er hallandi. Mögulega betra að hafa á Lækjartorgi eða jafnvel á nýja verðlaunaplaninu við Hörpuna. Þar er nægt rými til að hafa sölubása í kring, t.d. fyrir jólin. Einnig ágætt skjól fyrir veðri og vindum beint fyrir utan Munnhörpuna.
frekar gera eitthvað fyrir þá sem eru á hjólabrettum þarna
Ég er sammála hugmyndinni um skautasvell, en ekki á Ingólfstorgi. Við höfum Tjörnina til þess og eigum nýta alla Tjörnina í því sambandi að vetri til, gera það sem gera þarf til að svo megi vera. Ef það væri auk þess aðstaða þar sem væri hægt að setja töskur og fylgihluti til geymslu og hvað þá að kaupa heitt kakó og eitthvað með því á svæðinu.
Mér finnst það góð hugmynd að setja upp skautasvell á Ingólfstorgi, það var gert á sínum tíma og mæltist vel fyrir. Ég held að það sé betra að setja upp skautasvell á hluta torgsins, til dæmis syðri hluta þess. Í þetta þarf þó töluverðan búnað sem er nokkuð dýr og dýr í rekstri. Ég mæli þó sterklega með þessari hugmynd.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation