Göngubrú yfir Miklubraut

Göngubrú yfir Miklubraut

Göngubrú yfir Miklubraut

Points

Það eru núna þrjár göngubrýr sem tengja svæði milli Kringlumýrarbrautar og Reykjanesbrautar/Sæbrautar. Ein er hjá Kringlunni, önnur við Skeifuna og sú þriðja er nálægt Gnoðarvogi. Hins vegar vantar göngubrú yfir svæðið milli Háaleitisbrautar og Grensásvegar. Það eru góð rök fyrir því að byggja göngubrú þarna yfir, í fyrsta lagi er þetta hættulegasta gatan á Íslandi, í öðru lagi er þetta umferðarmesta gatan á Íslandi og í þriðja lagi er gatan með þeim breiðustu, allt að 7 akreinar hvoru megin.

Vefslóðin virkar núna :D

Öryggið er í húfi!

vefslóðin virkar ekki. ætli besti staður væri í hlíðinni milli grensásvegar og háaleitisbrautar ca miðri eða rétt ofan við grensásveg. ef brú er efst eða ofarlega á hæð þá nýtist landslagið ekki svo vel til að td hjóla upp á brúna. og ganga er líka hækkun , og erfiði með mæði og meiri mengun í lungu. svo gæti verið gott að hafa brú úr færanlegm grindum td eins og eru í byggingkrönum, ekki fallegt en kannski ódýrt , gott að geta fært brú ef þarf. ég sá að vegrið á brú við snorrabraut er gisið við göngustíg , breitt bil milli rima láréttra , gæti hjólreiðamaður eða barn dottið þar á milli.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information